Iceland at night

Um vefinn

solmyrkvi2026.is

solmyrkvi2026.is/eclipse2026.is er ritstýrt af Sævari Helga Bragasyni. Á daginn starfar hann sem sérfræðingur við Náttúrufræðistofu Kópavogs en sýnir fólki stjörnur og norðurljós á kvöldin yfir vetrartímann. Hann starfar einnig fyrir Háskóla Íslands og Segulmælingastöðina í Leirvogi í hjáverkum og tekur að sér bæði námskeið og fyrirlestra.

Sævar er gjaldkeri Stjarnvísindafélags Íslands og meðlimur í Evrópska stjarnvísindafélaginu.

Sævar er höfundur nokkurra bóka um vísindi fyrir börn og fullorðna. Hann hefur haft umsjón með fjölda þátta í sjónvarpi og útvarpi hjá RÚV. Hann hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir framúrskarandi vísindamiðlun.

Sævar eltir almyrkva á sólu um allan heim. Hann hefur hingað til séð fjóra slíka og varið 12m og 21s í alskugga tunglsins.

Hann á og rekur vefinn Icelandatnight.is ásamt Gísla Má Árnasyni, aðalupplýsingaveitu landsins um geimveður og norðurljós yfir Íslandi.

Auglýsingar & fyrirspurnir

Hefur þú áhuga á að auglýsa á vefnum? Eða ertu með spurningu? Sendu okkur línu á [email protected].

Tenglar

Teymi

Ritstjóri: Sævar Helgi Bragason

Veðurfræðingur: Elín Björk Jónasdóttir

Eigandi: Voyager ehf  / Icelandatnight.is 

Hönnun og forritun: Helga Kristín Gunnarsdóttir & Jón Trausti Arason / Slidesome ehf.