Nákvæm kort sem sýna lengd almyrkvans á Vestfjörðum, Snæfellsnesi, á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesskaga
Kort af almyrkvanum á sólu 12. ágúst 2026 á Íslandi eru nú aðgengileg. Kortin sýna nákvæmlega hversu lengi almyrkvinn stendur yfir frá mismunandi landshlutum. Þau voru útbúin af Andreas Dill hjá Vereniging Voor Sterrenkunde í Belgíu og Sævari Helga Bragasyni hjá solmyrkvi2026.is, fyrir Iceland at Night.
Öllum er velkomið að nota og deila þessum fjársjóðskortum sem leiða þig að fegursta sjónarspili náttúrunnar. Við erum að vinna að fleiri skemmtilegum kortum til að deila með sólmyrkvaunnendum. Bætast þau við gagnvirka kortið sem nú þegar er á vefnum og hægt er að smella á.
Smelltu á eftirfarandi hlekki til að nálgast öll kortin í vefupplausn eða hærri, prentvænni upplausn.
Þér er frjálst að nota og dreifa kortunum eins og þú vilt. Það eina sem við biðjum um í staðinn er að vísað sé til uppruna kortsins.
Kort: Andreas Dill & Sævar Helgi Bragason fyrir solmyrkvi2026.is & icelandatnight.is
Vinsamlegast settu inn hlekk á vefsíðurnar icelandatnight.is og solmyrkvi2026.is
Smelltu á eftirfarandi hlekki til að nálgast öll kortin í vefupplausn eða hærri, prentvænni upplausn.
Þú getur stutt við fræðsluverkefni vegna sólmyrkvans með því að kaupa sólmyrkvagleraugu, sólarsíur, sólarsjónauka, sjónauka og annan varning sem nýtist til að skoða sólina í vefversluninni okkar, solmyrkvagleraugu.is.