Almyrkvi á sólu á Spáni 12. ágúst 2026. Mynd: Andreas Dill & Sævar Helgi Bragason / icelandatnight.is

Sólmyrkvinn 12. ágúst 2026 á Spáni

Íslendingar á Spáni geta upplifað fallegan almyrkva skömmu fyrir sólsetur

Íslendingar á Spáni þann 12. ágúst 2026 geta séð fallegan almyrkva síðdegis. Búast má við talsverðum fjölda fólks innan í almyrkvaslóðinni því margir myrkvaunnendur ætla að leggja leið sína til Spánar, sér í lagi því meiri líkur eru á björtu veðri þar en á Íslandi. Enginn veit þó vitaskuld hvernig viðrar fyrr en samdægurs.

Hvað þarf að hafa í huga?

Þau sem hyggjast leggja leið sinn inn í almyrkvaslóðina ættu að:

  • Leggja snemma af stað til að ná inn í slóðina í tæka tíð
  • Gera ráð fyrir mikilli umferð og umferðartöfum, sér í lagi eftir myrkvann á heimleið
  • Símasamband gæti orðið fyrir truflunum vegna álags.
  • Hafa drykki og nesti með í för.
  • Fylgjast með veðri og möguleikanum á síðdegisskýjum, sér í lagi á Mallorca.
  • Hafa sólmyrkvagleraugu meðferðis

Kort af almyrkvaslóðinni á Spáni

Almyrkvi á sólu á Spáni 12. ágúst 2026. Mynd: Andreas Dill & Sævar Helgi Bragason / icelandatnight.is

Madrid

Madrid liggur rétt utan við suðurmörk almyrkvaslóðarinnar. Í miðborg Madrid sést 99,9% deildarmyrkvi kl. 20:32:26 á staðartíma. Flugvellirnir í Madrid og nyrstu hverfin í útjaðri borgarinnar eru rétt innan við slóðina og sjá almyrkva í nokkrar sekúndur.

Hér mæli ég með því að fólk í Madrid aki hálfa leið í átt að Zaragoza. Í Zaragoza sést almyrkvi í 1m 25s.

Myrkvakort af Madrid. Mynd: Andreas Dill & Sævar Helgi Bragason

Deildarmyrkvi í Madrid (miðborg)

  • Deildarmyrkvi hefst: 19:36:43
  • Deildarmyrkvi í hámarki: 20:32:26 (99,96% deildarmyrkvi)
  • Deildarmyrkva lýkur: 21:24:28 (sól sest áður en deildarmyrkvanum lýkur)
  • Sólarhæð við hámark: 7°
  • Sólsetur: 21:16

Valencia, Alicante og Benidorm

Alskuggi tunglsins gengur þvert yfir Íberíuskagann og lækkar sólin á himni þegar líður að kvöldi. Skugginn nær að Miðjarðarhafsströndinni kl. 20:31 að staðartíma og í stærstu borginni þar, Valencia, sést almyrkvi í um það bil 1 mínútu en það fer eftir því hvar innan borgarinnar þú ert.

Á Alicante og Benidorm svæðinu sést 99% deildarmyrkvi. Íslendingar sem þar eru staddir ættu hiklaust að leggja leið sinn í almyrkvaslóðina, annað hvort til Valencia eða Castellón de la Plana þar sem almyrkvinn sést öllu lengur eða í 1m 35s.

Almyrkvi í Valencia

  • Deildarmyrkvi hefst: 19:38:26
  • Almyrkvi hefst: 20:32:31
  • Almyrkva lýkur: 20:33:30
  • Lengd almyrkva: 1m
  • Sólarhæð við almyrkva: 5°
  • Sólsetur: 20:59

Almyrkvi í Castellon de la Plana

  • Deildarmyrkvi hefst: 19:37:33
  • Almyrkvi hefst: 20:31:20
  • Almyrkva lýkur: 20:32:54
  • Lengd almyrkva: 1m 34s
  • Sólarhæð við almyrkva: 5°
  • Sólsetur: 21:00

Barcelona og Tarragona

Barcelona er skammt norðan við almyrkvaslóðina. Þaðan sést því 99,8% deildarmyrkvi. Fólk sem þar er statt ætti hiklaust að leggja leið sína til Tarragona þar sem almyrkvi sést í 1m 1s.

Almyrkvi í Tarragona

  • Deildarmyrkvi hefst: 19:35:32
  • Almyrkvi hefst: 20:29:27
  • Almyrkva lýkur: 20:30:28
  • Lengd almyrkva: 1m 1s
  • Sólarhæð við almyrkva: 4°
  • Sólsetur: 20:57

Mallorca

Alskugginn liggur yfir Beleareyjarnar Ibiza, Mallorca og Menorca. Miðja skuggans liggur yfir Mallorca þar sem myrkvinn er lengstur af eyjunum þremur.

Sólin er aftur á móti mjög lágt á lofti, aðeins 2 gráður. Því þarf að gæta þess vel og vandlega að ekkert byrgi sýn. Eins og sjá má á kortinu hér undir af EclipseAtlas.com er höfuðstaðurinn Palma í skugga af, svo almyrkvinn sést ekki þaðan.

Á Mallorca er ennfremur möguleiki á að síðdegisský byrgi sýn.

  • Deildarmyrkvi hefst: 19:38:05
  • Almyrkvi hefst: 20:31:06
  • Almyrkva lýkur: 20:32:43
  • Lengd almyrkva: 1m 36s
  • Sólarhæð við almyrkva: 3°
  • Sólsetur: 20:49
Skuggar af landslagi á Mallorca 12. ágúst 2026. Mynd: EclipseAtlas.com / Michael Zeiler

Gagnvirkt sólmyrkvakort af Spáni

Smelltu hvar sem er á kortið til að sjá upplýsingar um stefnu sólar (örin bendir í sólarátt) og nákvæmar tímasetningar. Athugaðu að tímasetningarnar eru á íslenskum tíma svo leggðu +2 klst við þá.

Viltu styðja við framtakið?

Þú getur stutt við fræðsluverkefni vegna sólmyrkvans með því að kaupa sólmyrkvagleraugusólarsíursólarsjónauka, sjónauka og annan varning sem nýtist til að skoða sólina í vefversluninni okkar, solmyrkvagleraugu.is.

Sólmyrkvagleraugu.is
Höfundur
Sævar Helgi Bragason

Sævar Helgi Bragason hefur upplifað fjóra almyrkva á sólu til þessa. Hann er vísindamiðlari, rithöfundur, dagskrárgerðarmaður og eigandi og ritstjóri solmyrkvi2026.is og icelandatnight.is