Iceland at night
Almyrkvi á sólu á Spáni 12. ágúst 2026. Mynd: Andreas Dill & Sævar Helgi Bragason / icelandatnight.is

Sólmyrkvinn 12. ágúst 2026 á Spáni

Íslendingar á Spáni geta upplifað fallegan almyrkva skömmu fyrir sólsetur

Íslendingar á Spáni þann 12. ágúst 2026 geta séð fallegan almyrkva síðdegis. Búast má við talsverðum fjölda fólks innan í almyrkvaslóðinni því margir myrkvaunnendur ætla að leggja leið sína til Spánar, sér í lagi því meiri líkur eru á björtu veðri þar en á Íslandi. Enginn veit þó vitaskuld hvernig viðrar fyrr en samdægurs.

Hvað þarf að hafa í huga?

Þau sem hyggjast leggja leið sinn inn í almyrkvaslóðina ættu að:

  • Leggja snemma af stað til að ná inn í slóðina í tæka tíð
  • Gera ráð fyrir mikilli umferð og umferðartöfum, sér í lagi eftir myrkvann á heimleið
  • Símasamband gæti orðið fyrir truflunum vegna álags.
  • Hafa drykki og nesti með í för.
  • Fylgjast með veðri og möguleikanum á síðdegisskýjum, sér í lagi á Mallorca.
  • Hafa sólmyrkvagleraugu meðferðis

Kort af almyrkvaslóðinni á Spáni

Almyrkvi á sólu á Spáni 12. ágúst 2026. Mynd: Andreas Dill & Sævar Helgi Bragason / icelandatnight.is

Madrid

Madrid liggur rétt utan við suðurmörk almyrkvaslóðarinnar. Í miðborg Madrid sést 99,9% deildarmyrkvi kl. 20:32:26 á staðartíma. Flugvellirnir í Madrid og nyrstu hverfin í útjaðri borgarinnar eru rétt innan við slóðina og sjá almyrkva í nokkrar sekúndur.

Hér mæli ég með því að fólk í Madrid aki hálfa leið í átt að Zaragoza. Í Zaragoza sést almyrkvi í 1m 25s.

Myrkvakort af Madrid. Mynd: Andreas Dill & Sævar Helgi Bragason

Deildarmyrkvi í Madrid (miðborg)

  • Deildarmyrkvi hefst: 19:36:43
  • Deildarmyrkvi í hámarki: 20:32:26 (99,96% deildarmyrkvi)
  • Deildarmyrkva lýkur: 21:24:28 (sól sest áður en deildarmyrkvanum lýkur)
  • Sólarhæð við hámark: 7°
  • Sólsetur: 21:16

Valencia, Alicante og Benidorm

Alskuggi tunglsins gengur þvert yfir Íberíuskagann og lækkar sólin á himni þegar líður að kvöldi. Skugginn nær að Miðjarðarhafsströndinni kl. 20:31 að staðartíma og í stærstu borginni þar, Valencia, sést almyrkvi í um það bil 1 mínútu en það fer eftir því hvar innan borgarinnar þú ert.

Á Alicante og Benidorm svæðinu sést 99% deildarmyrkvi. Íslendingar sem þar eru staddir ættu hiklaust að leggja leið sinn í almyrkvaslóðina, annað hvort til Valencia eða Castellón de la Plana þar sem almyrkvinn sést öllu lengur eða í 1m 35s.

Almyrkvi í Valencia

  • Deildarmyrkvi hefst: 19:38:26
  • Almyrkvi hefst: 20:32:31
  • Almyrkva lýkur: 20:33:30
  • Lengd almyrkva: 1m
  • Sólarhæð við almyrkva: 5°
  • Sólsetur: 20:59

Almyrkvi í Castellon de la Plana

  • Deildarmyrkvi hefst: 19:37:33
  • Almyrkvi hefst: 20:31:20
  • Almyrkva lýkur: 20:32:54
  • Lengd almyrkva: 1m 34s
  • Sólarhæð við almyrkva: 5°
  • Sólsetur: 21:00

Barcelona og Tarragona

Barcelona er skammt norðan við almyrkvaslóðina. Þaðan sést því 99,8% deildarmyrkvi. Fólk sem þar er statt ætti hiklaust að leggja leið sína til Tarragona þar sem almyrkvi sést í 1m 1s.

Almyrkvi í Tarragona

  • Deildarmyrkvi hefst: 19:35:32
  • Almyrkvi hefst: 20:29:27
  • Almyrkva lýkur: 20:30:28
  • Lengd almyrkva: 1m 1s
  • Sólarhæð við almyrkva: 4°
  • Sólsetur: 20:57

Mallorca

Alskugginn liggur yfir Beleareyjarnar Ibiza, Mallorca og Menorca. Miðja skuggans liggur yfir Mallorca þar sem myrkvinn er lengstur af eyjunum þremur.

Sólin er aftur á móti mjög lágt á lofti, aðeins 2 gráður. Því þarf að gæta þess vel og vandlega að ekkert byrgi sýn. Eins og sjá má á kortinu hér undir af EclipseAtlas.com er höfuðstaðurinn Palma í skugga af, svo almyrkvinn sést ekki þaðan.

Á Mallorca er ennfremur möguleiki á að síðdegisský byrgi sýn.

  • Deildarmyrkvi hefst: 19:38:05
  • Almyrkvi hefst: 20:31:06
  • Almyrkva lýkur: 20:32:43
  • Lengd almyrkva: 1m 36s
  • Sólarhæð við almyrkva: 3°
  • Sólsetur: 20:49
Skuggar af landslagi á Mallorca 12. ágúst 2026. Mynd: EclipseAtlas.com / Michael Zeiler

Gagnvirkt sólmyrkvakort af Spáni

Smelltu hvar sem er á kortið til að sjá upplýsingar um stefnu sólar (örin bendir í sólarátt) og nákvæmar tímasetningar. Athugaðu að tímasetningarnar eru á íslenskum tíma svo leggðu +2 klst við þá.

Viltu styðja við framtakið?

Þú getur stutt við fræðsluverkefni vegna sólmyrkvans með því að kaupa sólmyrkvagleraugusólarsíursólarsjónauka, sjónauka og annan varning sem nýtist til að skoða sólina í vefversluninni okkar, solmyrkvagleraugu.is.

Sólmyrkvagleraugu.is
Höfundur
Sævar Helgi Bragason

Sævar Helgi Bragason is an award winning astronomy and science communicator and educator, lecturer, author, TV host and owner and editor of icelandatnight.is and eclipse2026.is.