Iceland at night
Northern Lights over Hellisheiði, Iceland. Credit: Sævar Helgi Bragason

Líkurnar á að sjá norðurljós um miðjan ágúst

Hér er allt sem þú þarft að vita um norðurljósin, Ísland og sólmyrkvann 2026

Ef þig langar til að sjá norðurljósin, skelltu þér þá til Íslands. Landið er í norðurljósabeltinu og þaðan sjást norðurljós því á hverju kvöldi. Nú þegar sólin er í hámarki sólsveiflunnar og þegar tunglið myrkvar sólina spyrja margir tveggja spurninga: „Getum við séð norðurljós um miðjan ágúst á Íslandi?“ og, sem er enn metnaðarfyllra, „Gætum við séð norðurljós á meðan almyrkvinn stendur yfir?“

Hér er allt sem þú þarft að vita um norðurljós, Ísland og sólmyrkvann.

Sjást norðurljós um miðjan ágúst á Íslandi?

Ef þú vakir nógu lengi frameftir og veðrið er hliðholt eru góðar líkur á því að þú sjáir norðurljós á meðan þú heimsækir Ísland fyrir sólmyrkvann 2026. „Sólin sest mjög seint á þeim árstíma og það verður aldrei fullkomlega dimmt, svo næturhiminninn verður alltaf bláleitur,“ sagði Sævar Helgi Bragason, stjarnvísindamiðlari hjá Eclipse 2026. Aldrei skellur á stjörnurökkur, aðeins siglingarökkur. „En í ágúst er nógu dimmt yfir dimmasta hluta næturinnar til að sjá norðurljós.“ Þann 12. ágúst 2026 sest sólin kl. 21:57 og dimmast er frá um 23:00 til 03:00. Þessar fjórar klukkustundir gefa þér bestan möguleika á að sjá björt norðurljós. 

Aurora during twilight as will be on August 12. Credit: Sævar Helgi Bragason

Norðurljósin eru á himni allt árið. „Svo fremi sem það er nægilega dimmt, þá getur þú séð norðurljós, jafnvel yfir sumarmánuðina á Íslandi,“ segir Tom Kerss, yfirnorðurljósaunnandi hjá Hurtigruten, sem verður um borð í MS Spitsbergen við Grænlandi fyrir sólmyrkvann og sækir Ísland heim nokkrum dögum síðar. „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að norðurljósin hverfi – þau eru bara birtingarmynd stöðugra tengsla sólar og Jarðar og mun aldrei hverfa.“

Ef þú vilt sjá norðurljós frá Íslandi á meðan þú heimsækir landið til að sjá almyrkvann, dveldu þá eins lengi og þú getur eftir myrkvann því næturnar lengjast í ágúst. Sem dæmi sest sólin klukkustund síðar tveimur vikum eftir myrkvann. 

Frequency of aurora throughout the year. Credit: Leirvogur Magnetic Observatory

Munu norðurljós sjást á meðan almyrkvanum stendur?

Það er mögulegt, en himinninn verður ekki mjög dimmur við almyrkva á sólu. Við almyrkva á sólu verður álíka dimmt og skömmu eftir sólsetur eða fyrir sólarupprás, sambærilegt við almannarökkur, þegar himinninn virkar silfurblár eða fjólublár. Tímasetningin skiptir líka máli; það yrði að vera umtalsvert mikil sólvirkni – eins og öflug kórónuskvetta – nokkrum dögum áður, í kringum 8., 9., eða 10. ágúst til að valda segulstormi. „Ef segulstormur geysar á sama tíma og myrkvinn, þá er örlítill möguleiki á að sjá norðurljós við almyrkvann,“ sagði Sævar. „Möguleikinn er afskaplega lítill en myrkvinn á sér stað síðdegis, svo við gætum séð norðurljós ef þau eru virk – vonum það besta!“

Betri möguleiki er á að sjá sólvindinn streyma frá sólinni til Jarðar. Þann 12. ágúst mun fólk sjá kórónu sólar með berum augum ef veður leyfir. Þessi ytri og heiti hjúpur sólar framkallar sólvindinn sem er stöðugur straumur rafhlaðinna agna sem örfáum dögum seinna skellur á Jörðinni og myndar norðurljós. „Við almyrkvann sérðu sólvindinn streyma frá sólinni. Og ef þú dvelur lengur á Íslandi gætirðu séð hvað gerist þegar hann rekst á Jörðina nokkrum dögum síðar,“ sagði Sævar. Dveldu því að minnsta kosti til 15. ágúst á Íslandi til að eiga möguleika á því.

Höfundur
Eclipse journalist Jamie Carter watching the March 20, 2015 total solar eclipse in Faroe Islands. Credit: Jamie Carter

Jamie Carter er fremsti sólmyrkvablaðamaður heims. Hann skrifar á  WhenIsTheNextEclipse.com og skrifar um myrkva, stjörnuskoðunarferðamennsku og stjörnufræði fyrir Forbes.comSpace.comNew ScientistLive ScienceSky & Telescope og BBC Sky At Night. Í ágúst 2026 verður hann fyrirlesari um borð í Sylvia Earle sem siglir frá Íslandi í leiðangri á vegum New Scientist