Frá landnámi í kringum árið 870 hefur alskuggi tunglsins snert Ísland tólf sinnum. Frá 2026 til ársins 3000 upplifa Íslendingar sjö almyrkva í viðbót.
Frá því að Ísland var numið í kringum árið 870 hefur alskuggi tunglsins snert Ísland tólf sinnum. Frá 2026 til ársins 3000 upplifa Íslendingar aðeins sjö almyrkva í viðbót. Þessir almyrkvar urðu og verða:
Stysti tími milli almyrkva á Íslandi er 9 ár, milli 26. júní 1424 og 17. júní 1433. Lengsta bil milli almyrkva er 264 ár, milli 9. júlí 1469 og 13. maí 1733.
Lengsti almyrkvi sem sést hefur frá Íslandi varð 30. mars 1131. Þá huldi tunglið sólina í 3m 40s á Vestfjörðum.
Stysti almyrkvinn varð 5. júlí 1312 en hann stóð aðeins yfir í 47 sekúndur þar sem nú er Kögurviti á Austurlandi.
Í framtíðinni verður lengsti almyrkvinn á Íslandi 7. september 2974 í 3m 49s á Breiðdalsvík.
Kortið sýnir alla slóðir allra þessara almyrkva. Margt fróðlegt kemur í ljós, til dæmis að tunglið hefur aldrei varpað alskugga sínum á eitt svæði á landinu frá því að land byggðist og mun ekki næstu þúsund árin.
Almyrkvi á sólu er því sjaldséð sjón frá hverjum tilteknum stað á Jörðinni, þótt þeir verði einhvers staðar á jarðarkringlunni á að meðaltali 18 mánaða fresti.
Útreikningar belgíska reiknimeistarans Jean Meeus sýna að 375 ár líða að meðatali milli almyrkva frá tilteknum stað. Sem dæmi líða 593 ár á milli almyrkva frá Reykjavík (1433-2026) og 1505 ár milli almyrkva frá Akureyri (1469-2974).
Að svo langur tími líði milli tveggja myrkva er ekki einsdæmi. Fyrir landnám varð almyrkvi frá Reykjavíkursvæðinu þann 26. apríl árið 117 fyrir Krist og svo ekki aftur fyrr en 1550 árum seinna, árið 1433.
Þú getur stutt við fræðsluverkefni vegna sólmyrkvans með því að kaupa sólmyrkvagleraugu, sólarsíur, sólarsjónauka, sjónauka og annan varning sem nýtist til að skoða sólina í vefversluninni okkar, solmyrkvagleraugu.is.
Sævar Helgi Bragason is an award winning astronomy and science communicator and educator, lecturer, author, TV host and owner and editor of icelandatnight.is and eclipse2026.is.