Iceland at night
Only area in Iceland to experience a total solar eclipse over 3000 year period

Hver er eini þéttbýlisstaður íslands þar sem aldrei hefur orðið almyrkvi?

Alskuggi tunglsins hefur aldrei fallið á svæði sem nær frá Esju í suðri í Borgarfjörð í norðri

Að meðaltali líða tæp 400 ár milli almyrkva frá hverjum tilteknum stað í heiminum. Bilið getur þó verið mjög mislangt. Þannig líða 593 ár milli almyrkva í Reykjavík (1433 til 2026) og 1505 ár milli almyrkva á Akureyri (1469 til 2974).

Ef við leggjum allar almyrkvaslóðirnar ofan á Ísland kemur í ljós eitt svæði sem alskuggi tunglsins hefur aldrei snert frá landnámi til ársins 3000.

Allir almyrkvar á Íslandi frá landnámi til ársins 3000. Mynd: Andreas Dill & Sævar Helgi Bragason / solmyrkvi2026.is

Svæðið nær frá Esju yfir í Borgarfjörð. Hvanneyri er því eini þéttbýlisstaður landsins sem aldrei hefur fengið almyrkva. 

Seinast varð almyrkvi á þessum slóðum að morgni 23. júlí árið 73. Stóð hann yfir í 1m 34s. Sex árum síðar varð eldgos í Vesúvíusi sem lagði Pompeii og Herculaneum í eyði. 

Vert er að taka fram að almyrkvaslóðin 2026 liggur örlítið vestan við Hvanneyri þegar búið er að leiðrétta fyrir jaðri tunglsins.

Only area in Iceland to experience a total solar eclipse over 3000 year period

Sólmyrkvafróðleikur í aðdraganda almyrkva

Þessi fróðleikur er hluti af röð fróðleiksmola sem birtir verða hvern sunnudag fram að almyrkva 2026 hér og á samfélagsmiðlum.

Sólmyrkvafróðleikur - Sunnudagurinn 17. ágúst 2026

Viltu styðja við framtakið?

Þú getur stutt við fræðsluverkefni vegna sólmyrkvans með því að kaupa sólmyrkvagleraugu, sólarsíur, sólarsjónauka, sjónauka og annan varning sem nýtist til að skoða sólina í vefversluninni okkar, solmyrkvagleraugu.is.

Sólmyrkvagleraugu.is
Höfundur
Sævar Helgi Bragason

Sævar Helgi Bragason is an award winning astronomy and science communicator and educator, lecturer, author, TV host and owner and editor of icelandatnight.is and eclipse2026.is.