Hringmyrkvi. Mynd: Wikimedia Commons

Hringmyrkvar á Íslandi frá landnámi til ársins 3000

Næsti verulegi sólmyrkvi frá Íslandi eftir almyrkvann 2026 verður hringmyrkvi 11. júní árið 2048

Hringmyrkvi (e. annular eclipse) verður þegar tunglið er of langt frá Jörðinni (í jarðfirrð) til að hylja sólina alveg. Sést þá þunnur hringur af sólarkringlunni umhverfis tunglið, stundum kallaður eldhringurinn.

Frá landnámi hafa sést þrettán hringmyrkvar frá Íslandi, seinast 31. maí árið 2003. Til ársins 3000 upplifa Íslendingar tíu hringmyrkva til viðbótar.

Hringmyrkvar frá 979 til 2967:

28 maí 979

26 október 1147

1 mars 1234

14 mars 1355

4 mars 1364

19 ágúst 1411

11 nóvember 1453

12 nóvember 1547

26 janúar 1656

28 febrúar 1710

3 apríl 1791

9 maí 1793

31 maí 2003

11 júní 2048

17 desember 2104

9 maí 2339

3 október 2377

6 júlí 2578

16 júlí 2596

5 apríl 2676

21 maí 2775

16 júní 2941

31 janúar 2967

Deildarmyrkvinn 24. desember 1601

Þann 24. desember 1601 varð óvenju langur hringmyrkvi á sólu (annular eclipse) rétt fyrir sunnan Ísland. Allur myrkvinn stóð yfir næstum þrjá tíma, þ.e frá 11:30 til 14:30. Hringmyrkvinn sást í Bretlandi og suðurhluta Noregs.

Þótt að ekki sæist hringmyrkvi frá Ísland varð fólk vitni að mjög áberandi deildarmyrkva. Sól var enda svo lágt á lofti að engar síur hefði þurft til að koma auga á „djöfullega sól“. Minnst er á þennan verulega deildarmyrkva í annálum frá þessum tíma.

Hringmyrkvi á sólu 24. desember 1601. Mynd: Andreas Dill & Sævar Helgi Bragason / icelandatnight.is / solmyrkvi2026.is
Höfundur
Sævar Helgi Bragason

Sævar Helgi Bragason hefur upplifað fjóra almyrkva á sólu til þessa. Hann er vísindamiðlari, rithöfundur, dagskrárgerðarmaður og eigandi og ritstjóri solmyrkvi2026.is og icelandatnight.is